22.12.2007 | 01:55
Schengen er nú meira draslið
Tilgangur með Schengen: Annað tveggja meginmarkmiða Schengen samningsins er að berjast gegn afbrotum og efla lögreglusamvinnu á milli ríkjanna. Mikilvægur þáttur í lögreglusamvinnu er rekstur sameiginlegs upplýsingabanka Schengen upplýsingakerfisins sem geymir upplýsingar t.d. um eftirlýsta einstaklinga sem óskað er handtöku á vegna gruns um afbrot eða til að afplána fangelsisrefsingu, týnda einstaklinga, útlendinga sem neita á um inngöngu inn á Schengen svæðið, einstaklinga sem stefna á fyrir dóm og upplýsingar um stolna muni eins og t.d. bifreiðar, skotvopn, skilríki o.fl. Heimild < http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/schengen/nr/9 >
Er þetta eftirlit að virka?
Komust ekki menn sem voru í farbanni af landi?
Var gamla kerfið ekki betra?
Gat ekki beðið eftir Schengen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óskar Sigurðsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 67
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Get ekki lýst öðru yfir en vantrú minni á Schengen því hvað sem stendur í markmiðum, tilgangi og reglum fyrir Schengen aðildarríki þá virðist manni sem lítið sé að gert til að sporna gegn glæpum og ólöglegum innflytjendum.
Það þarf einfaldlega að búa til skýrari reglur um innflytjendur og glæpi þeirra, og senda þá úr landi í x langann tíma eftir alvarleika brots. En hvernig er hægt að hafa eftirlit með þessu þar sem Schengen svæðið er galopið og menn geta hoppað og skoppað yfir landamærin ?
Reyndar ef ég hugsa málið aðeins þá sé ég ekki í fljótu bragði hagræðinguna í því að hafa landamæri opin og því óska ég eftir rökstuðningi á því. Hvað munar það mig td að þurfa að sýna vegabréf þegar ég fer til einhverra af evrópulöndunum ? Ég fer mjög svo reglulega til Ítalíu og Englands og ég sé ekki nokkurn mun á því hvors landsins ég fer til, það er ekki eins og ég lendi í einhverjum vandræðum í Englandi. Vegabréfaeftirlit getur ekki verið annað en gott mál.
Kiddi Blö, 22.12.2007 kl. 08:01
Ég sé ekki Englendinga leggja niður vegabréfaskoðun, né Íslendinga fyrir þær sakir, enda bæði eyríki með sína sér aðstöðu til að mismuna fólki, eins og kemur fram hjá Englendingum þar sem þeir keyra vitlausu megin á götunni og viðurkenna ekki bifreiðar með stýri vinstra megin, og jafnframt koma í veg fyrir að fólk kaupi ódýrari bifreiðar í Evrópu. (30%) Sama gildir um sjónvarp, þeir (Englendingar) hafa sett hljóðrásina til hliðar í útsendingunni þannig að Pal sjónvarp flutt inn frá t.d. Íslandi til Englands er ónohæft, þó svo bæði séu í Pal.
Hvað Íslendinga varðar þá er það vöruverðið sem þeir vernda, enda vörur að meðalagi 150% dýrari á Íslandi en í Evrópu, og því dýrasta land í hinum vestræna heimi.
Nei þessi lönd munu ekki leggja niður vegabréfaeftirlit.
Við munum fljótlega sjá miklar breitingar á Evrópu, enda verðum við (Evrópuþjóðir) annað hvort að sameinast í eina blokk sem getur staðið sem heild gagnvart hinum stóru blokkum, USA, USSR, Kína, India og Malasia. Eða verða hvert í sínu lagi toguð fram og til baka af þessum risum.
Evrópu vegabréf er ekki langt undan
Hvað Ísland varðar þá er hvort sem er búið að stela öllum þjóðareignum og því lítil breiting fyrir venjulegt fólk að öðru leiti en því að menn eiga hægara með að flytja erlendis. Þeir einu sem kvarta og eru á móti sameiningu Evrópu eru þeir sem hafa hagsmuni af aðskilnaði.
Þetta er mitt innlegg, vonandi ekki of víða farið,
lifið heil
Njáll Harðarson, 23.12.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.